Kæra félagsfólk
Við hvetjum ykkur til að bjóða ykkur fram til stjórnar Trans Íslands þann 18. febrúar næstkomandi. Þar sem mörg okkar úr stjórn ætlum ekki að bjóða okkur fram aftur þá er þetta gullið tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins.
Félagið hefur aldrei verið fjársterkara og ýmis yfirstandandi verkefni í gangi sem þurfa á nýju blóði að halda, t.d. gerð fræðslubæklings, landsfundur trans fólks og margt fleira. Einnig eru hér tækifæri til að vinna með alþjóðlegum samtökum á borð við IGLYO og TGEU sem felur í sér að mæta á ráðstefnur erlendis og er það að langmestum hluta niðurgreitt. Auk alls þessa er vert að minnast á vinnuferð stjórnar sem er ávallt lærdómsrík og skemmtileg og gefur stjórn tækifæri á að kynnast og undirbúa sig fyrir nýtt starfsár.
Ef þú hefur áhuga á að vera með í stjórn, sendu okkur póst á stjorn@transisland.is með framboðsyfirlýsingu.
Leitast er eftir framboðum í öll embætti: Formann, varaformann, meðstjórnanda, gjaldkera og ritara.