Leitum að nýjum stjórnarmeðlim!

By 28. desember, 2016apríl 26th, 2019Fréttir

Stjórninni finnst leitt að tilkynna að Sandra Rós hefur þurft að stíga niður úr stjórn af persónulegum ástæðum, en vegna þessa erum við að leita að einhverjum sem er til í að taka sæti í stjórn fram á vor. Ef þú hefur áhuga, endilega sendu okkur póst á stjorn@transisland.is fyrir 1. janúar og segðu okkur aðeins frá þér og/eða af hverju þú myndir vilja vera í stjórn!

Á næsta félagsfundi, þann 4. janúar, munum við síðan kjósa um nýjan meðlim í stjórn og því mikilvægt að þið sendið póst tímanlega. Hlökkum til að heyra frá ykkur og sjáumst hress á nýju ári!