Grundvallar munur á trans og intersex

By 22. janúar, 2016apríl 26th, 2019Fréttir

Grundvallarmunur á intersex og trans

Þessi grein fjallar um almennan mun á málefnum trans og intersex einstaklinga á Íslandi. Hún er þýðing og staðfæring hliðstæðrar greinar sem fjallar um reynslu trans og intersex einstaklinga í Ástralíu.

Ólíkt trans og kynsegin fólki er intersex fólk ekki hluti af trans-regnhlífinni. Intersex vísar ekki til fjölbreytileika í kynvitund, því það að vera intersex snýst ekki um kynvitund eða kynleiðréttingu. Intersex er hugtak yfir meðfæddan breytileika á líffræðilegum kyneinkennum.

Intersex, trans, og aðlöðun að eigin kyni eru aðskild hugtök og málefni. Intesex fólk stendur frammi fyrir  sérstökum áskorunum þegar kemur að heilbrigðis- og mannréttindamálum. Þær læknisfræðilegu aðferðir sem beitt er í meðferð einstaklinga með intersex breytileika þýða að intersex hreyfingin á margt sameiginlegt með réttindabaráttu fatlaðra. Intersex samfélagið og intersex samtök verða að einblína á málefni intersex einstaklinga.

Við gerum okkur grein fyrir því að sumir einstaklingar með intersex breytileika fá kynskráningu sinni breytt og að sumir þeirra skilgreina sig sem trans. Þetta er engu merkilegra en þegar intersex eða trans einstaklingar eru samkynhneigðir. Margir intersex einstaklingar sem fara í kynleiðréttingu ganga í gegnum sérstaka erfiðleika sem orsakast af því að framkvæmdar höfðu verið aðgerðir á þeim til að laga líkamlegt útlit þeirra að röngu úthlutuðu kyni. Af þessum sökum eiga mörg atriðanna í hægri dálkinum við.

 

Trans / breytileiki á kynvitund Intersex / breytileiki á líffræðilegu kyni
Engin tvíræðni á líffræðilegum kyneinkennum. Náttúrulegur breytileiki á kyneinkennum samræmist ekki væntingum samfélagsins um það sem sé „eðlilegt“.
Kynvitund einstaklings fer á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu Líffræðileg frávik sem hafa áhrif á allan líkamann, þ.m.t. breytileiki á genum, litningum, hormónastarfsemi og ytri og innri kynfærum.
Heil og starfhæf æxlunarfæri, í það minnsta áður en hormónameðferðir og/eða legnám, kynfæraaðgerðir og/eða aðrar aðgerðir eru framkvæmdar á æxlunarfærum. Fyrir utan einstaka greiningar eins og CAH (ofvexti/hýperplasíu á nýrnahettum) er ólíklegt að einstaklingurinn geti eignast afkvæmi vegna breytileika á æxlunarfærum.
Líkt og hjá einstaklingum sem laðast að sama kyni getur verið mælanlegur breytileiki á birtingu kynvitundar í heilastarfsemi. Intersex breytileiki getur haldist í hendur við annan líkamlegan breytileika eða (í sumum tilvikum) breytileika á heilastarfsemi.
Valkvæð kynleiðrétting sem getur farið fram með skurðaðgerðum og/eða hormónagjöf og verið tímabundin eða varanleg.
Eineggja tvíburi trans manneskju er ekki endilega trans. Eineggja tvíburi intersex manneskju er líka intersex, nema í sjaldgæfum tilvikum þar sem um erfðafræðilega mósaík er að ræða (en þá má deila um hvort hugtakið „eineggja“ eigi við).
Grundvallarskilningur á kynleiðréttingu. Skortur á skilningi á því hvað intersex er. Intersex oft ruglað saman við kynvitundir utan tvíhyggjunnar (kynsegin).
Takmörkuð lögverndun mannréttinda. Engin mannréttindalöggjöf.
Breyting á nafni og kynskráningu möguleg að undangengnu 18 mánaða kynleiðréttingarferli. Einungis hægt að skrá kyn sem “karl” eða “kona”. Lagalegur réttur til breytingar á nafni og kynskráningu er óljós.
Réttur til hjúskapar tryggður óháð kynskráningu einstaklingsins eða verðandi maka. Réttur til hjúskapar tryggður óháð kynskráningu einstaklingsins eða verðandi maka.
Meðferð með skurðaðgerðum og/eða hormónagjöf er óheimil þar til einstaklingurinn er nógu gamall til að veita upplýst samþykki Inngrip með skurðaðgerðum og/eða hormónagjöf er talin nauðsynleg og henni beitt áður en einstaklingurinn hefur aldur til að veita samþykki
Sjúkdómsvæðing með notkun hugtaksins „kynáttunarvandi“ í löggjöf og læknismeðferð. Sjúkdómsvæðing með beitingu hugtaksins „DSD“ (e. Disorder of Sexual Development)
Trans einstaklingar sem falla innan kynjatvíhyggjunnar hafa aðgengi að þróuðum læknisfræðilegum úrræðum sem skila góðum niðurstöðum og hafa verið prófuð gaumgæfilega með langvarandi rannsóknum og eftirfylgni. Enn skortir næganlegar rannsóknir á stöðu Trans barna. Margs konar meðferðarúrræði hafa verið þróuð fyrir einstaka greiningar á sextíu ára tímabili, einkum aðgerðir til „normgera“ kynfæri og kyneinkenni; engin langvarandi eftirfylgni og engar haldbærar sönnur á góðum niðurstöðum
Örugg og skilvirk lyf aðgengileg sem hluti af kynleiðréttingarferli Óviðeigandi og skaðlegum lyfjum beitt þegar einstaklingar samræma sig ekki greiningu eða væntingum um kynvitund; takmarkað aðgengi að viðeigandi lyfjum sem hafa verið rannsökuð í þaula
Réttur til að velja hvenær skurðaðgerðir skuli fara fram; aðgengi að stuðningi frá jafningjahópi Takmarkað aðgengi að lyfjum og hormónum
Þátttaka í skurðaðgerða- og hormónameðferð á eigin forsendum og með upplýstu samþykki Skurðaðgerðir oft framkvæmdar án samþykkis; vilyrði fyrir skurðaðgerðum er oft fengið með þvingunum og án þess að einstaklingurinn hafi aðgengi að stuðningi frá jafningjahópi
Engin meðgönguskimun; engar fóstureyðingar á grundvelli kynvitundar Hægt er að skima fyrir ýmsum intersex einkennum á fósturstigi og eyða fóstri á grundvelli þess að það sé intersex
Skaðlegum lyfjum beitt á þungaðar konur til að koma í veg fyrir fæðingu intersex einstaklinga; þetta getur leitt til heilaskaða fyrir fóstrið
Staða m.t.t. þátttöku í keppnisíþróttum innanlands óljós. Geta þurft að gangast undir óafturkræfar skurðaðgerðir til að mega keppa í íþróttum í samræmi við kynvitund sína á erlendri grund;  mega yfirleitt keppa í því kyni sem var úthlutað við fæðingu Staða m.t.t. þátttöku í keppnisíþróttum innanlands óljós. Geta þurft að gangast undir óafturkræfa kynkirtlatöku eða snípskurð til að mega keppa í íþróttum erlendis, hvort heldur sem er í því kyni sem úthlutað var við fæðingu eða í samræmi við eigin kynvitund
Mörg öflug alþjóðasamtök sem standa í réttindabaráttu. Trans-Ísland (stofnað 2007) eru stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk á Íslandi og hagsmunaaðilar að Samtökunum ’78, félagi hinsegin fólks á Íslandi. Fá öflug alþjóðasamtök sem standa í réttindabaráttu, en hefur þeim fjölgað ört á seinustu árum. Intersex Ísland (stofnað 2014) eru stuðnings- og baráttusamtök fyrir intersex fólk á Íslandi og hagsmunaaðilar að Samtökunum ’78, félagi hinsegin fólks á Íslandi.

Þýðandi: María Helga Guðmundsdóttir.