Ugla Stefanía lætur af störfum

By 20. október, 2016apríl 26th, 2019Fréttir

Ugla Stefanía hefur ákveðið að stíga til hliðar sem varaformaður Trans Íslands vegna anna og breyttra haga. Ugla hefur starfað fyrir og verið kennd við félagið með einum eða öðrum hætti síðan 2011. Hán hefur á þessum tíma aukið sýnileika og umræðu um stöðu trans fólks til muna og rutt brautina að mörgu leyti.

Við undirrituð í stjórn Trans Íslands viljum þakka Uglu kærlega fyrir samstarfið og og ekki síst allt það starf sem hán hefur innt af hendi fyrir félagið og félagsmenn og óskum háni alls hins besta við allt það sem hán tekur sér fyrir hendur.

-Alda Villiljós, Alexander Björn, Sandra Rós og Steina Dögg.

Mynd: Móa Gustum