Jólagjöfin í ár er loksins komin.
Trans Ísland hefur ákveðið að gefa út almanak fyrir árið 2017 og inniheldur um 14 ljósmyndir af hinsegin fólki í trans samfélaginu á Íslandi. Allar myndir teknar af Öldu Villiljós. Almanakið hefur í fórum sér skrá yfir alla helstu alþjóðlegu hinsegin daga sem og almenna frí- og hátíðardaga.
Þessi fágæti gripur fæst á litlar 2500,- krónur eða 2000,- krónur fyrir félagsfólk sem hefur greitt félagsgjöld Trans Íslands. Ágóðinn af sölu almanaks fer svo í að styrkja Trans Ísland og þau verkefni sem félagið vinnur að til að styrkja stöðu trans fólks á Íslandi.
Hafið samband við Trans Ísland til að fá upplýsingar um hvar hægt er að nálgast dagatalið.