Eins og fram hefur komið á facebook síðu Trans Ísland hefur varaformaður okkar, Ugla Stefanía, látið af störfum vegna anna og breyttra aðstæðna.
Um leið og við þökkum Uglu innilega fyrir bjóðum við velkomna inn í stjórn Svanhvíti Ödu, en hún hefur starfað sem fulltrúi stjórnar í trúnaðarráði Samtakanna ’78 síðan í vor. Á þessum tíma hefur hún verið virk í alls kyns verkefnum innan félagsins og því getum við undirrituð verið viss um að hlutverk varaformanns er í öruggum höndum.
Alda Villiljós, Alexander Björn, Sandra Rós og Steina Dögg