Stjórninni finnst leitt að tilkynna að Sandra Rós hefur þurft að stíga niður úr stjórn af persónulegum ástæðum, en vegna þessa erum við að leita að einhverjum sem er til í að taka sæti í stjórn fram á vor. Ef þú hefur áhuga, endilega sendu okkur póst á stjorn@transisland.is fyrir 1. janúar og segðu okkur aðeins frá þér og/eða af hverju þú myndir vilja vera í stjórn!
Á næsta félagsfundi, þann 4. janúar, munum við síðan kjósa um nýjan meðlim í stjórn og því mikilvægt að þið sendið póst tímanlega. Hlökkum til að heyra frá ykkur og sjáumst hress á nýju ári!