Aðalfundur 2023

By 28. febrúar, 2023Fréttir

Aðalfundur TÍ verður haldinn kl. 18:00 þann 16. mars næstkomandi í húsnæði Samtakanna ’78 að Suðurgötu 3.
Atkvæðisrétt og kjörgengi hafa skráðir félagar sem hafa borgað félagsgjöld næsta starfsárs. Vegna breytingar á félagatali þurfa þau sem skráðu sig í félagið fyrir janúar 2023 að skrá sig aftur.

Posi verður á staðnum fyrir þau sem eiga eftir að greiða félagsgjöld, en við mælum með að vera búin að því fyrir fundinn með því að leggja inn á reikning Trans Íslands:

reikn. 0336-26-004911
kt. 491107-0650

Almennt félagsgjald er 2.500 kr., eða 1.000 kr. fyrir nema, öryrkja, eða aðra sem hafa ekki efni á að borga almennt félagsgjald.

Dagskrá:
1. Fundur settur.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Lögmæti aðalfundar staðfest.
4. Skýrsla stjórnar.
5. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.
6. Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikninga.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda.
9. Kosning eins endurskoðanda skoðunarmanns reikninga.
10. Samþykkt félagsgjalds.
11. Önnur mál.

Fólk sem hefur áhuga á að bjóða sig fram í stjórn getur gert það í þessu formi.

Einnig verður hægt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!