Upplýsingar

Upplýsingar fyrir trans fólk og aðstandendur

Oft er ekki síður mikilvægt fyrir aðstandendur að leita sér ráðgjafar, fræðslu og stuðnings. Samtökin ’78 eru með í boði fría ráðgjafa þjónustu fyrir fólk sem þarfnast ráðgjafar varðandi málefni sem tengjast hinsegin fólki og er hægt að hafa samband við þau á skrifstofa@samtokin78.is eða með því að bóka ráðgjöf á netinu.

Sigga Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum ’78, hefur haldið úti aðstandendahóp fyrir aðstandendur trans fólks sem og hóp fyrir trans börn og unglinga. Hægt er að hafa samband við Siggu Birnu í tölvupósti, siggabirna@samtokin78.is, og fá aðgang að hópnum.

Trans Ísland heldur líka öðru hvoru sérstaka fundi tileinkaða aðstandendum. Þeir eru auglýstir sérstaklega hér á síðunni og facebook síðu félagsins.

(English below)

Heilbrigðisþjónusta
Sérstakt teymi innan Landspítala heldur utan um þá heilbrigðisþjónustu sem er í boði fyrir trans fólk og starfar náið með því trans fólki sem leitar þangað. Til að byrja formlegt ferli hjá teyminu þarf aðeins að senda tölvupóst á transteymi@landspitali.is og fá þannig tíma hjá fagaðilum teymisins. Hjá teyminu er hægt að fá aðgengi að hormónum, aðgerðum og öðru tengdu kynleiðréttingarferli einstaklinga. Ferlið er opið öllum, hvort sem um er að ræða trans karla, trans konur eða kynsegin fólk.

Þjónustan í boði
Hjá transteymi Landspítala á að vera hægt að fá aðgengi að hormónum og öllum helstu skurðaðgerðum í tengslum við kynleiðréttingarferli. Þar á meðal eru kynfæraaðgerðir fyrir trans konur og kvensegin fólk er annarsvegar vaginoplasty og hinsvegar orchiectomy (fjarlæging eistna) í boði. Fyrir trans karla eða karlsegin fólk eru í boði metoidoplasty og phalloplasty aðgerðir. Einnig eru í boði topp-aðgerðir fyrir trans karla og karlsegin fólk. Allar aðgerðir og meðferðir sem eru í boði eru borgaðar af sjúkratryggingum.

Einnig er hægt að vera í beinu sambandi við skurðlækna hérlendis sem gera slíkar aðgerðir, en einstaklingar þurfa alla jafna að standa straum af kostnaði ef farið er í gegnum einkastofur. Hægt er að hafa samband við Hannes Sigurjónsson skurðlækni á hannes@deamedica.is.

Nafna- og kynskrárbreytingar
Samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði 80/2019 þurfa einstaklingar ekki lengur að fara í gegnum transteymi til að fá breytingu á nafni og kyni hjá Þjóðskrá og getur fólk breytt því af eigin frumkvæði hjá Þjóðskrá. Hægt er að velja um karlkyns, kvenkyns eða hlutlausa kynskráningu.

//

There is not a specific gender clinic for trans people in Iceland, but rather a so-called „trans team,“ a loose team of doctors (a psychiatrist, endocrinologists, and a plastic surgeon), psychologists, and a social worker within Landspítali (the national hospital) that oversees trans-specific care. To begin a formal transition with the team, send an e-mail to transteymi@landspitali.is and they will book the appointments for you.

The hospital offers hormone replacement therapy (HRT), all standard surgeries, and therapy. All costs are to be covered by the national insurance. Legal name and law changes no longer go through the health care team, but rather directly through the National Registry (Þjóðskrá Íslands). People can change their name and gender in the registry on their own accord. Possible registrations are male, female and non-binary.

Trans (transgender) er griðarlega stórt regnhlífarhugtak sem að nær yfir fjöldann allan af hópum sem eiga það sameiginlegt að þeirra kynvitund, kyntjáning eða upplifun er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Þar undir falla meðal annars flokkar á borð við transsexual, genderqueer, genderfluid, non-binary, bigender, þriðja kynið o.s.frv. og er listinn alls ekki tæmandi.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að upplifun einstaklinga er mismunandi og er engin algild skilgreining eða upplifun rétt eða röng. Ekki allt trans fólk leitar sér heilbrigðisþjónustu og það trans fólk sem gerir það fer mismunandi leiðir og undirgengst jafnframt ekki endilega kynfæraaðgerð þrátt fyrir að undirgangast hormónameðferð.

Eitt af því mikilvægasta er rétt orðanotkun, en talað er um trans fólk, trans konur, trans karla og kynleiðréttingu eða kynfæraaðgerðir. Trans konur eru einstaklingar sem var úthlutað karlkyni við fæðingu en eru konur og trans karlar einstaklingar sem fengu kvenkyn úthlutað við fæðingu en eru karlar.

Það er gríðarlega mikilvægt að tala um trans fólk samkvæmt þeirra kynvitund og nota þau fornöfn sem að þau nota burtséð frá hvernig einstaklingur lítur út eða hvaða persónulegu skoðun þú hefur. Sumt trans fólk kýs einnig að nota kynlaus fornöfn á borð við „hán.“ Ef það er óljóst hvaða fornafn skal nota, endilega spurðu viðkomandi hvaða fornafn þau vilji nota.

Frekari upplýsingar varðandi transgender hugtakið er hægt að finna hér.

Einnig er hægt að nálgast stuttan fræðslubækling á íslensku hér.

Formlegt teymi innan Landspítala vinnur að málefnum trans fólks og halda utan um heilbrigðisþjónustu og allt sem tengist henni. Hægt er að komast í samband við teymið með því að senda póst á transteymi@landspitali.is og fá þannig tíma hjá fagaðilum teymisins. Athugið að ekki þarf lengur að fá tilvísun frá heimilislækni.

Fyrir félagslegan stuðning er hægt að hafa samband við stjórn Trans Íslands í gegnum tölvupóst, stjorn@transisland.is eða á facebook síðu félagsins.

Að nota binder er lang öruggasta leiðin fyrir fólk með brjóst til að fletja brjóstkassann. Fólk getur valið að nota bindera af ýmsum ástæðum.Nú er hægt að gefa notaða bindera til Trans Íslands og munu upplýsingar um þá og stærðir o.þ.h. birtast hér á þessari síðu.Þá má afhenda sjálfboðaliðum Trans Íslands á félagsfundum eða senda með pósti.

Samtökin ’78 bt. Trans Ísland
Suðurgötu 3
101 Reykjavík

Áhugasöm geta sent inn beiðnir um bindera á stjorn@transisland.is með titlinum „Binder“