Aðalfundur Trans Íslands
Fundur settur 19. mars 2016, klukkan er 14:05, 12 manns mættir ásamt fundarstjóra.
- Fundur settur af formanni Trans Íslands, Elísu Björgu Örlygsdóttur-Husby. Fólk boðið velkomið og fundur byrjaði.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara. Elísa leggur fram að Daníel Arnarson verði fundarstjóri og Elín Lára Baldursdóttir verði fundarritari. Fundur samþykkti tillögur og tók því Daníel Arnarson við.
- Lögmæti aðalfundar staðfest. Daníel Arnarson kannar lögmæti fundar. Lögmæti byggist á því hvort að aðalfundur var boðaður með 14 daga fyrirvara. Skv. facebook síðu félagsins var boðað til aðalfundar 29. febrúar 2016 og telst því löglega boðað til aðalfundar. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti og telst hann því lögmætur.
- Skýrsla stjórnar. Elísa, fráfarandi formaður, fór yfir skýrslu stjórnar og þá viðburði sem fóru fram á árinu.
- Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram. Steina Dögg gjaldkeri lagði fram reikninga og fór yfir liði hans. Engar athugasemdir voru gerðar við reikninginn.
- Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikninga. Voru samþykkt einróma á fundi.
- Lagabreytingar. Engar lagabreytingar bárust fyrir árið 2016.
- Kosning formanns, varaformanns, ritara, og gjaldkera og meðstjórnanda. Sjálfkjörið var í öll embætti nema meðstjórnanda. Alexander Björn Gunnarson tók við sem formaður, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hélt áfram sem varaformaður og fjölmiðlafulltrúi, Steina Dögg Vigfúsdóttir hélt áfram sem gjaldkeri, Alda Villiljós tók við sem ritari og Sandra Rós Hrefnu Jónsdóttir var kosin meðstjórnandi.
- Kosning eins endurskoðanda skoðunarmanns reikninga. Daníel Arnarson var kosinn skoðunarmaður reikninga.
- Ákvörðun ársgjalds. Ákveðið var að því yrði ekki breytt. 2.500 kr. almennt gjald og 1.000 kr. Fyrir námsmenn, öryrkja og aldraða.
- Önnur mál.
- a) Kosning í trúnaðarráð Samtakanna ’78. Kosnar voru Svanhvít Ada Sif Björnsdóttir og Þórunn Birna.
- b) Kosning í lagabreytingarnefnd. Kosin var Svanhvít Ada Sif Björnsdóttir sem mun vinna með stjórn að lagabreytingum.
Fundi slitið kl. 14:55.