(English below)
Heilbrigðisþjónusta
Sérstakt teymi innan Landspítala heldur utan um þá heilbrigðisþjónustu sem er í boði fyrir trans fólk og starfar náið með því trans fólki sem leitar þangað. Til að byrja formlegt ferli hjá teyminu þarf aðeins að senda tölvupóst á transteymi@landspitali.is og fá þannig tíma hjá fagaðilum teymisins. Hjá teyminu er hægt að fá aðgengi að hormónum, aðgerðum og öðru tengdu kynleiðréttingarferli einstaklinga. Ferlið er opið öllum, hvort sem um er að ræða trans karla, trans konur eða kynsegin fólk.
Þjónustan í boði
Hjá transteymi Landspítala á að vera hægt að fá aðgengi að hormónum og öllum helstu skurðaðgerðum í tengslum við kynleiðréttingarferli. Þar á meðal eru kynfæraaðgerðir fyrir trans konur og kvensegin fólk er annarsvegar vaginoplasty og hinsvegar orchiectomy (fjarlæging eistna) í boði. Fyrir trans karla eða karlsegin fólk eru í boði metoidoplasty og phalloplasty aðgerðir. Einnig eru í boði topp-aðgerðir fyrir trans karla og karlsegin fólk. Allar aðgerðir og meðferðir sem eru í boði eru borgaðar af sjúkratryggingum.
Einnig er hægt að vera í beinu sambandi við skurðlækna hérlendis sem gera slíkar aðgerðir, en einstaklingar þurfa alla jafna að standa straum af kostnaði ef farið er í gegnum einkastofur. Hægt er að hafa samband við Hannes Sigurjónsson skurðlækni á hannes@deamedica.is.
Nafna- og kynskrárbreytingar
Samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði 80/2019 þurfa einstaklingar ekki lengur að fara í gegnum transteymi til að fá breytingu á nafni og kyni hjá Þjóðskrá og getur fólk breytt því af eigin frumkvæði hjá Þjóðskrá. Hægt er að velja um karlkyns, kvenkyns eða hlutlausa kynskráningu.
//
There is not a specific gender clinic for trans people in Iceland, but rather a so-called „trans team,“ a loose team of doctors (a psychiatrist, endocrinologists, and a plastic surgeon), psychologists, and a social worker within Landspítali (the national hospital) that oversees trans-specific care. To begin a formal transition with the team, send an e-mail to transteymi@landspitali.is and they will book the appointments for you.
The hospital offers hormone replacement therapy (HRT), all standard surgeries, and therapy. All costs are to be covered by the national insurance. Legal name and law changes no longer go through the health care team, but rather directly through the National Registry (Þjóðskrá Íslands). People can change their name and gender in the registry on their own accord. Possible registrations are male, female and non-binary.