Skýrsla stjórnar
- Félagið hélt áfram með mánaðarlega fundi og hélt úti fjölbreyttri dagskrá þar sem reynt var að ræða hin ýmsu málefni ásamt því að hafa skemmtikvöld á borð við spilakvöld og annað. Fundirnir voru oft vel sóttir og mörg ný andlit dúkkuðu upp hjá okkur þetta árið. Einnig var tekin umræða um að færa sig út í kvíarnar og fjalla meira um málefni transfólks sem skilgreinir sig utan flokka tvíhyggju kynjakerfisins.
- Hinsegin dagar og gleðigangan – Trans-Ísland var með atriði í gleðigöngu hinsegin daga sem heppnaðist ótrúlega vel og vakti mikla athygli. Einstaklingar í atriðinu voru klæddir í hvít föt og með hvítar grímur og teymdu hvort annað í bandi. Fremst voru svo tveir einstaklingar í svörtu sem voru með skilti sem stóðu á „fordómar.“ Hinir voru svo með spjöld af atburðum og fordómum sem að transfólk hefur orðið fyrir á Ísland. Atriðið vakti gríðarlega athygli og varð kveikjan af því að farið var í að tryggja transfólki einhverskonar refsivernd á Ísland.
- Minningardagur transfólks – Í fyrsta sinn á Íslandi var haldin formlegt athöfn á minningardegi transfólks í Fríkirkjunni, en skipulag var leitt af sameiginlegu teymi Trans-Ísland og Samtakanna 78, en í því sátu Ugla Stefanía og Örn Danival fyrir Trans-Ísland og Svandís Anna og Sigurður Júlíus fyrir Samtökin 78. Jón Gnarr borgarstjóri ávarpaði fundinn, ásamt ræðu frá formanni, minningarræðu frá Elísabetu Þorgeirsdóttur um Horst sem lést á Klambratúni og ræðum frá Önnu Kristjánsdóttur, Erni Danival og Ómel. Því næst var boðið til veislu í Samtökunum 78 og var vel mætt. Minningardagurinn heppnaðist ótrúlega vel og þarf að gera minningardaginn að stórum árlegum atburð.
- Nefnd um málefni hinsegin fólks – Anna Kristjánsdóttir fékk boð fyrir hönd Trans-Ísland um að mæta á fund með alsherjarnefnd Alþingis að ræða um mögulega stofnun nefndar sem myndi vinna að málefnum hinsegin fólks. Anna Kristjáns og Ugla Stefanía fóru á fund og töluðu fyrir tillögunni, sérstaklega út frá stöðu transfólks sem er mjög veik. Í kjölfarið var tillagan samþykkt og fékk Trans-Ísland boð um að tilefna fólk í nefndina og voru Ugla Stefanía og Örn Danival tilnefnd fyrir hönd Trans-Ísland. Enn á eftir að heyrast frá Velferðarráðuneyti um stofnun nefndarinnar.
- Breytingar á hegningarlögum – 29. Janúar 2014 voru samþykktar breytingar á hegningarlögum, en það hafði meðal annars í för með sér að „kynvitund“ var bætt inn í upptalningu sem þýðir að í fyrsta skipti á Íslandi nýtur transfólk einhverskonar refsiverndar á Íslandi. Gott skref í rétta átt en margt sem þarf að vinna að. Vettvangur til að knúa fram breytingar verður eflaust nefnd sem fjallar um málefni hinsegin fólks.
- Ný heimasíða komin í loftið – loks er ný heimasíða komin í loftið. Einföld, þægileg og vel sniðin. Hefur fengið ágætis mótttökur en þarf enn að formlega kaupa lén.